Árlega verða bændur fyrir miklu tjóni af völdum álfta og gæsa. Aðallega er um að ræða að fuglar éta fræ og sáðkorn í nýrækt og kornrækt auk þess að éta uppskeru korns. Einnig hafa bændur orðið fyrir tjóni þegar hettumávar og hrafnar gera gat á heyrúllur og skemma heyið. Jafnframt erum við með öflugan búnað til halda starra frá mannvirkjum. Margir kannast við þann hvimleiða vanda sem starri veldur með ágangi sínum í og við mannvirki.

Hefðbundnar fuglafælur eins og fuglahræður, vindrellur eða belgir virka skammt því fuglinn venst því fljótt. Jafnvel notkun á gasbyssum er aðeins tímabundin lausn. Við bjóðum lausn við þessu sem er umhverfisvæn og skaðar ekki fuglana. Um er að ræða hljóðtækni sem líkir eftir viðvörunarhljóði fugla sem gerir það að verkum að fuglinn heldur að hætta sé á ferðum og fer burt. Flestir fuglar nota viðvörunarhljóð til að vara aðra fugla við hættu og treysta algjörlega á þau. Heyri þeir viðvörunarhljóð taka þeir ávallt mark á því og fara burt. Þess vegna virkar búnaðurinn okkar afar vel.

Fyrir landbúnað og önnur opin svæði hentar Compact einkar vel. Búnaðurinn er sjálfstæð og sjálfvirk eining, knúinn af sólarsellu eða rafgeymi og hægt að færa hann til eins og þarf. Hægt er að velja hvaða fuglategundir þarf að halda í burtu og búnaðurinn sér um að halda þeim frá.

Share