Scarecrow 360 er sérhæfður fuglavarnarbúnaður sem er hannaður til notkunar á opnum svæðum. Dæmi: kornökrum, nýrækt, túnum, görðum, íþróttavöllum og golfvöllum. Búnaðurinn spilar viðvörunarhljóð fugla sem fær þá til að flýja burt. Flestir fuglar nota viðvörunarhljóð til að vara aðra fugla við hættu og treysta algjörlega á þau. Heyri þeir viðvörunarhljóð taka þeir ávallt mark á því og fara burt.

Búnaðurinn er alsjálfvirkur og getur verið í notkun allan sólarhringinn án þess að mannshöndin komi þar að. Hann getur verið knúinn bæði af 12 volta rafgeymi og/eða sólarsellu. Búnaðurinn uppfyllir IP66 staðalinn og er því vind- og vatnsheldur.

Kerfið, sem byggir á áratuga löngum rannsóknum, notast við sér meðhöndluð viðvörunarhljóð fugla til að hrekja þá kerfisbundið á brott án þess að valda nokkrum skaða. Lítið ónæði skapast af tækinu því það sendir út hljóðin á eðlilegum hljóðstyrk og fellur því fullkomlega inn í önnur náttúruleg hljóð í umhverfinu. Rannsóknir á búnaðinum sýna að fuglar venjast ekki hljóðunum líkt og gerist oft með gasbyssur, vindknúnar rellur, flugdreka og aðrar hefðbundnar fuglahræður.

Share