Tjón af völdum fugla er vel þekkt vandamál og þá sérstaklega vegna máva. Á þetta einkum við þegar fuglar valda vandræðum við tjarnir, neysluvatn og sorpurðunarstaði sveitarfélaga. Í sumum tilfellum hefur verið brugðið á það ráð að skjóta fuglana til að fæla þá burt. Sú aðferð er skammvinn, umdeild, hættuleg og sóðaleg. Sem dæmi má nefna að við Reykjavíkurtjörn hafa mávar valdið vandræðum og ógnað m.a. varpi annarra fugla við tjörnina og í Vatnsmýrinni en borgarbúar vilja halda öndum og álft á tjörninni. Hefur þetta verið sérstaklega hvimleitt þegar fólk hefur ætlað að gefa öndunum brauð en vegna ágangs máva hrökklast burt.
Við Reykjavíkurtjörn væri hægt að setja upp fuglavarnarbúnaðinn One Shot og velja að fæla aðeins í burtu máva. Aðrar fuglategundir á tjörninni yrðu búnaðarins ekki varir. Búnaðurinn spilar viðvörunarhljóð máva sem fær þá til að flýja burt. Flestir fuglar nota viðvörunarhljóð til að vara aðra fugla við hættu og treysta algjörlega á þau. Heyri þeir viðvörunarhljóð taka þeir ávallt mark á því og fara burt. Búnaðurinn er festur á vegg, tengdur við rafmagn og heldur mávinum frá án þess að mannshöndin þurfi að koma þar nærri. Hér að neðan má sjá myndband frá Reykjavíkurtjörn við prófanir á Patrol handtæki. Þar sést glöggt hvernig mávarnir flykkjast burt þegar kveikt er á tækinu en aðrar fuglategundir synda áfram í rólegheitum.
Annað hvimleitt vandamál sem sveitarfélög þekkja vel er ágangur máva á sorphirðu og urðunarstöðum. Þar er upplagt að vera með fuglavarnarbúnaðinn Compact og losna við varginn í burtu. Það myndi einnig hjálpa til að sporna við offjölgun þeirra, því óskertur aðgangur að æti eins og við sorpurðunarstöðvar ýtir undir óæskilega fjölgun vargfugla. Búnaðurinn er sjálfstæð eining knúinn af sólarsellu eða rafgeymi og hægt að færa hann til eins og þarf.
Þá eru fjölmargir í vandræðum vegna ágangs Starra við hús sín. Þar væri vandamálið úr sögunni með því að nýta fuglavarnarbúnaðinn okkar.
Hér má sjá prófanir við tjörnina í Hafnarfirði. Hér væri hægt að setja upp varanlegan búnað til að losna við mávinn og vernda varpið við tjörnina. Okkar búnaður búnaður getur verið öflugt vopn til vernda varp og viðkvæm vistkerfi fyrir ágangi máva. Mávar drepa og éta hundruði unga úr varpi á ári hverju http://fuglavarnir.is/compact/
Hér í þessu myndbandi sést vel hvernig fuglinn bregst strax við búnaðinum. Á einfaldan hátt væri hægt að setja upp varnalegan One Shot búnað við t.d. tjarnir, bryggjur, fiskmarkaði og um borð í bátum. Væru þá þessi vandamál úr sögunni.