Sjávarútvegurinn hefur ekki farið varhluta af ágangi fugla og verða árlega fyrir tjóni af völdum hans.
Skipta má vandamálinu að minnsta kosti upp í þrennt:
- línubátar: Þegar verið er að leggja línu þá sækir fuglinn í beituna með miklum látum. Margir hafa líka lent í því að línan flækist vegna fuglsins. Þó nokkuð af fugli drepst og fer niður í sjóinn með línunni. Sannarlega veldur fuglinn miklu fjárhagslegu tjóni fyrir línusjómenn. Sjómenn á línubátum hafa reynt að verjast þessu m.a. með gasbyssum. Ókosturinn við þær er að þá þarf að hafa gaskúta meðferðis um borð, byssan tekur pláss en versta er að þær virka ekki því fuglinn venst skotunum með tímanum og þau hafa jafnvel öfug áhrif. Því gasbyssuskot þýðir einfaldlega matartími fyrir fuglinn. En við þessar aðstæður er hægt að nota One Shot búnað um borð. Sjálfvirkt stjórntæki væri staðsett t.d. í brú og sérhæfðir hátalarar væru staðsettir utandyra í bátnum. Búnaðurinn spilar valin viðvörunarhljóð máva og annarra fugla sem þarf að losna við. Flestir fuglar hafa viðvörunarhljóð sem þeir nota til að vara aðra fugla við hættu. Heyri þeir viðvörunarhljóð taka þeir ávallt mark á því og fara burt. Því virkar búnaðurinn vel og fuglinn venst ekki hljóðunum eins og með gasbyssurnar.
- Fiskeldi: Þegar verið er að fóðra fisk í sjóeldi er mikið ónæði af fugli. Hann étur fóðrið og jafnvel kroppar í fiskinn sem verður við það ónothæfur til slátrunar. Einnig er talsvert vandamál frá Skarfi sem ræðst á sjókvíar bæði ofan frá og neðansjávar, sjá frétt. Hér væri hægt að nota tvær lausnir eftir því hvort fiskinum er gefið frá bát eða af bryggju; Patrol sem er handtæki eða One Shot sem er fest við bátinn. Báðar lausnirnar spila viðvörunarhljóð fugla sem gerir það að verkum að þeir halda að hætta sé á ferðum og forða sér burt
- Við Bryggjur og fiskverkanir: Fuglinn hópast að þegar verið er að landa fiski við bryggjur og fiskmarkaði. Þetta veldur miklu ónæði og oft tjóni á fiskafurðum sem verið er að flytja eða geyma við hafnarsvæði. Við þessar aðstæður er hægt að nota tvær lausnir; One Shot sem er varanlegur búnaður festur á vegg eða annan stað og tengdur við rafmagn. Hinsvegar Compact sem er færanlegur búnaður knúinn af sólarsellu eða rafgeymi. Báðar lausnirnar spila viðvörunarhljóð fugla sem gerir það að verkum að þeir halda að hætta sé á ferðum og forða sér í burtu af viðkomandi svæði.