B.I.R.D System hentar vel í og við öll mannvirki, jafnt utan sem innanhús. Má þar nefna við bryggjur, utan á byggingar og um borð í skipum. Einnig er hægt að setja kerfið upp innanhús t.d. í stórum skemmum, fjósum eða skýlum þar sem t.d. starri og dúfur valda ónæði. B.I.R.D system er góð leið til að fæla fugla frá án þess að skaða þá. Kerfið spilar aðvörunarhljóð fugla á eðlilegum hljóðstyrk og því tekur fólk almennt ekki eftir því á almenningssvæðum. Tæknin hefur sannað gildi sitt í fuglavörnum sem þýðir að fuglar venjast ekki búnaðinum. Búnaðurinn er forritaður til að spila aðvörunarhljóð fugla af handahófi og getur spilað allt að 10 fuglategundir. Hver spilun varir í um 45 sek.

B.I.R.D. system er fullkomlega sjálfvirkt og í virkni allan sólarhringinn án þess að mannshöndin þurfi að koma að. Í búnaðinum er birtuskynjari sem hægt er að stilla þannig að kerfið vinni ekki á nóttunni. Jafnframt er hægt að bæta við

Búnaðurinn er tengdur við 230V rafmagn en getur einnig keyrt á 12v DC sem hlaðið er með sólarsellu. Til viðbótar við handahófskennda spilun getur One Shot innihaldið hreyfiskynjara og spilað þegar hreyfing er skynjuð. One shot kerfið samastendur af stjórnstöð dreifimögnurum og litlum hátölurum sem eru festir upp undir þak eða á veggi.

Share