Handtæki til fuglavarna. Tækið er ætlað til fæla burt fugl tímabundið og er hægt að nota hvar og hvenær sem er. T.d. á litlum flugvöllum , um borð í bátum, við golfvelli, urðunarstaði, útiveitingastaði, í landbúnaði og við tjarnir. Tækið spilar viðvörunarhljóð fugla sem gerir það að verkum að fuglinn heldur að hætta sé á ferðum og fer burt. Flestir fuglar nota viðvörunarhljóð til að vara aðra fugla við hættu og treysta algjörlega á þau. Heyri þeir viðvörunarhljóð taka þeir ávallt mark á því og fara burt. Þess vegna virkar tækið einstaklega vel. Tækið inniheldur viðvörunarhljóð 9 fuglategunda sem má velja úr hverju sinni. Að auki er kallkerfi (gjallarhorn með sírenu) innbyggð í tækinu. Það kemur í regnheldri tösku með sér hólfi fyrir vararafhlöðu og leiðbeiningar.
Hafðu samband
sala@fuglavarnir.is
eða í síma: 896-1013